« Home | Dagur 11Og Siggi kom í sæluna í gær,ekkert smá feg... » | Fór í góðan göngutúr í dag (mynd af mér í göngutúr... » | Dagur 7Vá komin helgi og á morgun er ég búin að ve... » | Dagur 5Ömurlegur dagur, nú er ég bara að kvarta og... » | Dagur 4Kjúklingur í matinn í gær og heimagerð ávax... » | Dagur 2Dálítið erfitt að sofna í gær, er alein í h... » | 15. október » | Það er nú svosem ágætt að hafa núna eitthvað til a... » | nýr teljari á síðuna!! » | Lægð liggur yfir landinu... » 

föstudagur, október 27, 2006 

Síðasti dagurinn í dag og lagt af stað heim á morgun. Fór í útkall í dag vegna hugsanlegrar brotlendingar hér í nágrenninu, gallaði mig upp í gulu úlpuna og tók hjálminn með rauða krossinum á með. Fór með trukknum og sjúkraflutningamanninum góðan bíltúr, engin flugvél sjáanleg og svo las ég þetta á mbl.is. Ekki alveg sömu upplýsingar sem við fengum þar sem okkur var sagt að vélin hefði lent á bak við einhvern hól uppi á miðri heiði. Fékk allavegana að fara í útkall svona síðasta daginn minn.
Veðrið er búið að vera ömurlegt síðan Siggi kom og við höfum ekkert farið að skoða, rétt skruppum í göngutúr í gær en það er nú mest lítið að sjá hérna. Er búin að fá loforð um að mega koma í heimsókn næsta sumar og fá þá almennilegan rúnt, en þá er náttúrulega Hálslón orðið fullt... Algjör bömmer. Verðum bara að keyra með krílið í ferðalag til að koma að skoða. Kannski ég komi bara að vinna í orlofinu mínu!!
Ætlaði að setja inn mynd sem sýnir afslöppun makans hérna á hálendinu en þar sem þetta myndakerfi hjá bloggar virka ekki sem skyldi eins og er verður það að bíða betri tíma.
Ætlum að gista á Hótel Akureyri á morgun og kannski fara í bíó og sjá Mýrina.

ákvað að kasta á þig kveðju, er á bloggrúnti ;) lífið á fjöllunum er greinilega smá öðruvísi...

Gangi þér vel og ég hlakka ekkert smá mikið til að eignast lítinn frænda eða frænku...
kossar og knús,
Sigga frænka

Hvað er að frétta mússí múss.

Skrifa ummæli

Einhverskonar ég

  • I'm Ofurhjúkka
  • From Ísafjörður, Iceland
My profile
Hvort kynið?
Stelpa
Drengur
Previous posts