« Home | Vá er hálfnuð í dag.... » | Er á aukavakt á sunnudagskvöldi. Allir að smitast ... » | eyddi út linknum á myndasíðuna, er að njósna hver ... » | Komin heim og lífið er yndislegt, búin að fara í a... » | Síðasti dagurinn í dag og lagt af stað heim á morg... » | Dagur 11Og Siggi kom í sæluna í gær,ekkert smá feg... » | Fór í góðan göngutúr í dag (mynd af mér í göngutúr... » | Dagur 7Vá komin helgi og á morgun er ég búin að ve... » | Dagur 5Ömurlegur dagur, nú er ég bara að kvarta og... » | Dagur 4Kjúklingur í matinn í gær og heimagerð ávax... » 

mánudagur, nóvember 27, 2006 


Hér sést góð prófil mynd af mér þar sem ég ligg með krosslagðar fætur upp á maga.

Fékk dagsetningu hjá henni Ólafíu ljósmóðir á lansanum. 16. apríl er nýji dagurinn, seinkað um 6 daga. Allt eins og það á að vera, sáust meira að segja 10 puttar. Barnið (sem við vitum ekki kynið á) drekkur og allar leiðslur virðast vera í lagi. Heilinn í lagi, tveir augasteinar á sínum stað. Hryggsúlan heil og góð og já bara allt eins og á að vera. Bíð samt ennþá eftir raunveruleikasjokkinu, er ekki alveg að fatta að við eigum eftir að eiga barn eftir 20 vikur.

Mikið verslað í Reykjavík og eiginlega allar jólagjafir komnar í hús. Ég ætla hér með að biðja allar vinkonur mínar í höfuðborginni afsökunar á að ég hitti þær ekki. Finnst það mjög leiðinlegt, en við hittumst vonandi sem flestar um jólin.

Fleiri myndir komnar á myndasíðuna, njótið vel og eigiði góða viku framundan.

Vei en gaman að sjá. Ég segi að þetta sé stelpa, sýnist þetta vera þinn prófíll;-)

Hlakka til að sjá þig næst....sem verður um jólin!
KNÚS!!

Langaði bara að kasta á þig kveðju. Þið Siggi voruð rétt farin út á laugardaginn þegar ég kíkti til ö&a í espó! Frábært að litla krílið er að vaxa og dafna, það verður gaman að fá eitt kríli í famelíuna!!!
Good luck
kossar og knús

Þetta lítur út fyrir að vera myndarbarn og gott að allt sé á sínum stað ;)
Ég held að þetta sé strákur, ég held líka að Iðunn sé með strak. Mér finnst bara svo rosalegt hvað við erum allar orðnar gamlar og ráðsettar :)

Þetta er greinilega dúllubarn. Ég held að það sé stelpa : )
Má ég fá linkinn á myndasíðuna? Ef svo er þá er emailið mitt idunn@hhi.is. Takk takk.

Það er æðislegt að heyra að allt sé eins og það á að vera og gaman að fá að sjá fyrstu myndina af krílinu ykkar! Vona að við sjáumst á torginu á morgun! Elska þig dúllan mín!

jáhá...það er aldeilis he he. Ég ætla að vera alveg eins og Halla og segja að þetta verði stelpa...en mér er samt alveg sama hvort er he he, það kemur ekkert og enginn í veg fyrir dekur frá okkur vinkonunum. Gaman að sjá þig í dag, á jólatréshátíðinni...hálfnakið tré en samt mjög sætt...

Heyrumst seinna

úhh já ný síða...
heidaherbal.bloggar.is

jæja.....hvað segirðu?

Skrifa ummæli

Einhverskonar ég

  • I'm Ofurhjúkka
  • From Ísafjörður, Iceland
My profile
Hvort kynið?
Stelpa
Drengur
Previous posts