« Home | Er á aukavakt á sunnudagskvöldi. Allir að smitast ... » | eyddi út linknum á myndasíðuna, er að njósna hver ... » | Komin heim og lífið er yndislegt, búin að fara í a... » | Síðasti dagurinn í dag og lagt af stað heim á morg... » | Dagur 11Og Siggi kom í sæluna í gær,ekkert smá feg... » | Fór í góðan göngutúr í dag (mynd af mér í göngutúr... » | Dagur 7Vá komin helgi og á morgun er ég búin að ve... » | Dagur 5Ömurlegur dagur, nú er ég bara að kvarta og... » | Dagur 4Kjúklingur í matinn í gær og heimagerð ávax... » | Dagur 2Dálítið erfitt að sofna í gær, er alein í h... » 

þriðjudagur, nóvember 21, 2006 

Vá er hálfnuð í dag....

Vika 21 : 21. nóvember 2006 til 27. nóvember 2006
Fóstrið er um 17 sm langt í sethæð og vegur um 380 gr og það vex ört.
Hjá stúlkubörnum hafa leggöngin myndast og eggjastokkarnir innihalda þegar yfir sex milljónir eggja.
Hjá drengjum er pungurinn ennþá tómur en eistun sem myndast í kviðnum taka að síga niður.
Taugakerfi fóstursins þróast hratt þessa dagana en yfirborð heilans er ennþá slétt.
Bragðlaukar taka að myndast á tungu fóstursins og talið er að fóstrið geti skynjað snertingu.
Fóstrið sefur stóran hluta sólarhringsins.

Er á næturvakt sem verða alltaf erfiðari og erfiðari, er svo gott að sofa :)
Erum að fara suður á fimmtudaginn og ætlum að vera hjá ömmu og afa í Espigerði, er svo gott að vera hjá þeim. Sónarinn á föstudaginn og svo er planið að reyna að versla einhverjar jólagjafir ef við nennum. Annars er bara opin dagskrá eins og er.

Hitti loksins vinkonur mínar um helgina, eða allavegana þær sem voru í bænum. Hittumst í "brunch" heima hjá Heiðu og átum á okkur gat. Jón Gunnar mætti að sjálfsögðu á svæðið og bræddi okkur alveg. Æðislegt að hittast og skömm að við skulum ekki gera þetta oftar.

Yndislegt úti þessa dagana, allt hvítt og fallegt. Svona eins og það á að vera á þessum árstíma. Vonandi helst þetta bara alveg út veturinn, hvítt og kalt. Farin að huga að jólaskrauti og hvernig á að skreyta húsið. Ætla samt ekki að skreyta strax eins og sumar hér í bæ eru búnir að gera. Ágætt að sumir geri það en ég ætla að bíða með það.

Gellurnar á barnalandi eru að ræða um hvað eigi að gera karlinum í jólagjöf, ekkert smá gjafir. Hljóta að vera á góðum launum þessar konur sem eru heima á barnalandi allan daginn. Þessi barnalandsmafía fer dálítið í taugarnar á mér, en get samt ekki sleppt því að skoða þetta eindæmis bull... Svona er maður bara. Vonandi eigiði góðan dag, ég hlakka mjög til að fara heim. Líka gott þegar það er búið að vera hita rúmið og sængurnar alla nóttin.

Hey mér finnst þín meðganga líða svo hratt! Hehe en reynum endilega að hittast eitthvað um helgina.

Verðum í bandi!

Hæ hæ Hrafnhildur mín. Hlakka ekkert smá að sjá þig með bumbu. Þettaer mjög fljót að líða nema síðasti mánuðurinn hann er ekki eins fljótur að líða.
Minn gaur er að verða tveggja mánaða og er byrjaður að brosa og alveg að fara að halda haus ekkert smá gaur.
Hlakka til að sjá þig í desember.
Kveðja Helga Guðrún og litli gaur

Þú ert bara flott með bumbuna þína og þetta á eftir að vera fljótt að líða þegar nýja árið er gengið í garð! Elska þig dúlla og hafðu það gott í borginni!

hey sæta stelpa guð til hamingju með bumbubúan til lukku :) og gangi þér vel vonandi fer ég nú að rekast á þig í bænum ég bara sé þig aldrei :) hafðu það sem allra best skvís
kveðja Gyða Mjöll

Það var ekkert smá gaman að hitta ykkur á föstudagskvöldið! Takk fyrir samveruna:-)
Hlakka til að sjá svo myndir úr sónarnum:-)
Heyrumst!

já þú segir fréttir, á ekki annars að keyra suður, þætti vænt um að fá ykkur í stutt kaffistopp sama hvort væri á leiðinni í bæinn eða úr bænum, vertu í bandi, alltaf gaman að sjá bumbubúa og vini

Skrifa ummæli

Einhverskonar ég

  • I'm Ofurhjúkka
  • From Ísafjörður, Iceland
My profile
Hvort kynið?
Stelpa
Drengur
Previous posts