« Home | Kökurnar í ofninum... » | vika 21.. » | Hér sést góð prófil mynd af mér þar sem ég ligg me... » | Vá er hálfnuð í dag.... » | Er á aukavakt á sunnudagskvöldi. Allir að smitast ... » | eyddi út linknum á myndasíðuna, er að njósna hver ... » | Komin heim og lífið er yndislegt, búin að fara í a... » | Síðasti dagurinn í dag og lagt af stað heim á morg... » | Dagur 11Og Siggi kom í sæluna í gær,ekkert smá feg... » | Fór í góðan göngutúr í dag (mynd af mér í göngutúr... » 

laugardagur, desember 23, 2006 

Gleðileg jól...


og hjá okkur er næstum allt tilbúið fyrir jólin, Siggi er að klára jólagjafir og svo skreytum við tréð og þá mega jólin koma.
Ótrúlegt að hugsa til þess að eftir ár verður 8 mánaða kríli með okkur um jólin.... vá hvað þetta er allt saman skrýtið.
Allt gengur vel og dafnar, gott að hafa svona góða afsökun yfir bumbunni á jólunum, ligg í öllum konfektskálum og líkar vel.... mmmmm, gott að kenna blessaða barninu um þetta allt saman. Fæðist örugglega með ógeð á konfekti, enda ekki langt í að ég fái ógeð.
Næstum 24 vikur búnar og þá bara 16 eftir, ótrúlega fljótt að líða. Það er svo fyndið að ef maður telur vikurnar þá er meðgangan 10 mánuðir en ekki 9 en ef maður telur mánuðina þá eru þeir 9.
ég er semsagt búin með 6 mánuði en samt bara 5... hehe skemmtileg pæling.

Kossar og knús til ykkar allra...
Elsku vinir sem mér finnst hafa vanrækt á árinu, árið 2007 verður betra. Ákvað að strengja áramótaheit í fyrsta skipti í mörg ár. Semsagt að ræka vinina betur. Vona að þið hinu megin hugsið líka aðeins um þetta....

Enn og aftur GLEÐILEG JÓL

Knús til þín líka snúllan mín!!
Sjáumst fljótlega á Ísó:-)

Þetta er alveg rétt hjá þér Hrafnhildur mín. Vona að þið hafið haft það gott um jólin og vona að við sjáumst hressar og kátar annað kvöld. Elska þig dúllan mín.

Gleðilegt ár elsku dúllan mín. Gaman að hitta ykkur allar um daginn;) Nú er komið nýtt ár og þá fer allt að koma hjá öllum... Börn út um allt;) heheh kv Sneva;)

Gleðilegt nýtt ár elsku Hrafnhildur, Sigurður Páll og bumbukríli. Takk fyrir það gamla góða besta og bestasta. Vonandi höfðu þið það gott um hátíðarnar....

Við heyrumst fljótlega, fljótlega, fljótlega...ég er viss um það.

Gleðilegt ár Hrabba...
hlakka til að sjá bumba frænda eða frænku þegar ég kem til baka frá Ítalíunni...
kv, Sigga
www.siggarun.bloggar.is

Skrifa ummæli

Einhverskonar ég

  • I'm Ofurhjúkka
  • From Ísafjörður, Iceland
My profile
Hvort kynið?
Stelpa
Drengur
Previous posts