« Home | Hér sést góð prófil mynd af mér þar sem ég ligg me... » | Vá er hálfnuð í dag.... » | Er á aukavakt á sunnudagskvöldi. Allir að smitast ... » | eyddi út linknum á myndasíðuna, er að njósna hver ... » | Komin heim og lífið er yndislegt, búin að fara í a... » | Síðasti dagurinn í dag og lagt af stað heim á morg... » | Dagur 11Og Siggi kom í sæluna í gær,ekkert smá feg... » | Fór í góðan göngutúr í dag (mynd af mér í göngutúr... » | Dagur 7Vá komin helgi og á morgun er ég búin að ve... » | Dagur 5Ömurlegur dagur, nú er ég bara að kvarta og... » 

miðvikudagur, desember 06, 2006 

vika 21..

og krílið er farið að sparka á fullu, ekki ennþá samt fyrir pabba sinn. Virðist alltaf hætta allri leikfimi um leið og hendin nálgast bumbuna. Merkilegt, en vonandi fer hann nú að finn hreyfingarnar. Allt gengu vel og mér líður vel, finnst ég vinna heldur mikið, en hugga mig við það að ég fer í árs frí í apríl á næsta ári. Jólaundirbúningur á fullu, næstum allar jólagjafir búnar, byrjuð að skreyta heima en baksturinn verður að bíða þangað til ég fer í frí sem verður einhverntímann í næstu viku (er að vinna smá törn núna). Naflinn orðinn "skrýtinn" og verður örugglega úthverfur bráðum, er frekar aum og má helst ekkert koma við hann.
Bíð enn eftir raunveruleikasjokkinu sem virðist ætla að láta á sér standa.....
Samantekt um þessa viku á doktor.is

* Á þessum tíma byrja margar konur að finna fyrir samdráttum. Legið harðnar og slaknar og þetta getur jafnvel gerst oft á dag og er eðlilegt. Sumar konur finna ekki fyrir þessu meðan aðrar skynja óþægindi og jafnvel verki. Þessi samdrættir aukast gjarnan eftir því sem líður á meðgönguna. Mundu að ef samdrættirnir verða kröftugir, sárir eða mjög tíðir skaltu hafa samband við lækni eða ljósmóður því mögulega gæti þetta verið merki um yfirvofandi fyrirburafæðingu.
* Fóstrið bregst við hljóðum og regla kemst á svefn og vöku.
* Taugaendar fóstursins eru nægilega þróaðir til að það finni fyrir því sem snerta hendur þess.
* Fóstrið getur vaknað við hreyfingar móðurinnar.
* Fóstrið er nú 18 sm og vegur um 450 gr. Það þyngist nú meira en 70 gr á viku.
* Örlítil fita er farin að safnast á líkama fóstursins en húðin virðist þó heldur rúm fyrir líkama þess.

hóhóhó í bili og aðeins 18. dagar til jóla....

Hlakka til að fá að finna hreyfingar, vonandi að Siggi fari nú að finna eitthvað líka. Elska þig dúllan mín.

Þetta er bara stríðnispúki;-)

En varst þú ekki alltaf með svona nafla fóbíu hehe? Var einmitt að spá í því um daginn mundi allt í einu eftir því.
Hafðu það gott rúsínubollan mín og láttu Sigga knúsa bumbuna frá mér.

Fannst alltaf vont að pota í naflann, kannski þessvegna er ég svona ofurviðkvæm núna...
Eitthvað kunnugleg óþægileg tilfinning þegar naflinn verður úthverfur...

Hey hvar eru fleiri bumbumyndir ??

Finnst bara frábært að þið séuð allar óléttar á sama tíma..en ég veðja á strákapúka hjá þér ..

ha ha ha...Harpa ætlar að standa við strákinn...Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því ;Þ
Ég vona samt að við getum farið að hittast bráðum....Og við eigum náttúrulega eftir að finna jólagjafirnar fyrir þær stöllur...
Hafðu það gott naflastubburinn minn, pot í nafla.

Heiða bleiða
35v0d

Hæhæ og innilega til hamingju með bumbubúann sem ég vissi ekki af ;) Þetta er það allra yndislegasta sem til er! Gefur svo mikla fyllingu í lífið :) Kannast sko við það að spörkin hætti alltaf þegar pabbinn reynir að finna hehe. Vona að allt gangi nú vel á lokasprettinum hjá þér ;) Fæ að fylgjast með hvernig gengur hérna. Og ég held að þetta verði ekki virkilega raunverulegt fyrr en þú færð krílið í fangið ;) Eða kannski pínu þegar þið farið að þvo barnafötin og gera rúmið eða vögguna klára hehe.
Bestu kv Gígja og Birkir Smári

Skrifa ummæli

Einhverskonar ég

  • I'm Ofurhjúkka
  • From Ísafjörður, Iceland
My profile
Hvort kynið?
Stelpa
Drengur
Previous posts