« Home | Gleðileg jól... » | Kökurnar í ofninum... » | vika 21.. » | Hér sést góð prófil mynd af mér þar sem ég ligg me... » | Vá er hálfnuð í dag.... » | Er á aukavakt á sunnudagskvöldi. Allir að smitast ... » | eyddi út linknum á myndasíðuna, er að njósna hver ... » | Komin heim og lífið er yndislegt, búin að fara í a... » | Síðasti dagurinn í dag og lagt af stað heim á morg... » | Dagur 11Og Siggi kom í sæluna í gær,ekkert smá feg... » 

föstudagur, janúar 05, 2007 

2007

er hafið og vá hvað lífið á eftir að taka miklum breytingum þetta árið.

Jólin liðin (næstum því) og var þetta alveg yndislegur tími eins og alltaf. Einkennileg áramót miðað við mörg á undan. Bara farið snemma heim að sofa (klukkan tvö). En það hefur ekki gerst síðan fyrir fermingu held ég.

Yndislegt að hitta Höllu Maríu og hennar bumbu og mér fannst ekkert smá erfitt að kveðja hana og hugsa til þess að næst myndi ég hitta hana með barn... ótrúleg hugsun. Fékk bara smá kökk í hálsinn vitandi af því að maður getur ekki hlaupið á fæðingardeildina og knúsað krílið strax. Held bara að ég verði að fara suður eftir að hún er búin og áður en ég á, ef það er mögulega hægt.

Ætla láta þetta duga í bili og læt fylgja mynd af okkur sætu vinkonunum með bumburnar okkar.




nota bene... BARA 101 dagur eftir hjá mér, 47 hjá Höllu og 8 hjá Heiðu...

Já elsku vinkona það verða miklar breytingar á okkar lífi þetta árið:-)
Það er alveg rosa skrýtið að hugsa til þess að næst þegar við hittumst verð ég komin með barnið mitt, vonandi getur þú komið suður!
Takk fyrir samveruna yfir hátíðarnar! Knúsaðu bumbuna frá mér.

ji
ótrúlega mikið krútt bumba, það hlítur að vera mega krúttulegt frændsystkini þarna inni ;)
kveðja frá frænku í oxford á leið til rómar, Sigga

Já það er alveg agalegt að hafa ekki Hölluna okkar hérna hjá okkur! Við reynum bara að fara konuferð þegar hún á krílið! hehe Elska þig dúllan mín.

ohh þetta eru svo sætar stelpur he he. hef samt lúmskan grun um að þarna leynist 1-2 strákar....hmmmm....er ekki alveg viss en ég veit að þeir verða sætir líka he he. Ég er ætla að hoppa á helginni því ég veit að þú ert á næturvakt og Ívar er nú búinn að panta að barnið fæðist á laugardaginn næstkomandi þannig að það er aldrei að vita nema að ég þurfi einhverja hjálp ha hah a.
Hafðu það gott músjú.

Blehh í bili
Heiða
39v5d

flottar myndir

Skrifa ummæli