« Home | 2007 » | Gleðileg jól... » | Kökurnar í ofninum... » | vika 21.. » | Hér sést góð prófil mynd af mér þar sem ég ligg me... » | Vá er hálfnuð í dag.... » | Er á aukavakt á sunnudagskvöldi. Allir að smitast ... » | eyddi út linknum á myndasíðuna, er að njósna hver ... » | Komin heim og lífið er yndislegt, búin að fara í a... » | Síðasti dagurinn í dag og lagt af stað heim á morg... » 

föstudagur, janúar 12, 2007 

Vestfirðingur ársins....

er engin önnur en hún Sunna vinkona mín. Er ekkert smá stolt af henni og get ekki beðið eftir að knúsa hana til hamingju með þetta þegar ég sé hana næst. Hún á þetta svo sannarlega skilið.. Til hamingju elsku Sunna.

Annars er ég núna komin í viku veikindafrí samkvæmt læknisráði, hrmpf... Talaði við ljósuna og lækni í dag af því ég ætlaði að minnka við mig vinnuna í 80% svona bráðum. Minntist þá á samdrætti sem ég hef verið að fá síðan um helgina og finnst aðeins hafa verið að aukast (sérstaklega á hlaupunum í vinnunni, beygja sig mikið og lyfta þungu) og þá var mér bara skipað heim í viku og minnka svo vinnuna þegar ég kem inn aftur. Finnst þetta nú hálfgerður aumingjaskapur en maður deilir víst ekki við lækninn sinn og ljósmóður, allavegana ekki ef ég vil halda kökunni í ofninum þangað til hún er tilbúin. Ef einhver hefur tillögur af dundi sem krefst ekki mikils líkamlegs erfiðis þá eru þær vel þegnar.
Blóðið er líka að stríða mér og er ég núna að drekka berjasaft, taka járn og reyna að borða nóg af grænmeti og ávöxtum svo ég komi nú betur út í næstu blóðprufu... Er það nú ástand á einni óléttri konu, á maður ekki að vera hressastur og frískastur þegar maður er óléttur, greinilega ekki ég.
Svo spyrja allir hvernig maður hefur það og alltaf segir maður bara fínt, ekkert að mér. Miklu auðveldara en að svara einhverju öðru. ARG nóg af kvarti og kveini (er samt að reyna að halda því í skefjum, allavegana innan veggja heimilisins...)

Hálfdán Bjarki og Dóra Hlín kíktu í kaffi í kvöld og var mjög gaman að hitta þau, hlakka til þegar þau eru komin heim og maður getur farið að bjóða þeim í mat.

veistu þetta er víst enginn aumingjaskapur, það voru allir að segja við mig um daginn. Ég var nú ekki alveg sammála því sko! En það er númer 1, 2 og 3 að fara vel með sig svo að krílið haldist inni eins lengi og hægt er:-)

Farðu vel með þig elsku vinkona.

Þetta er sko engin aumingjaskapur elskan mín. Ég þurfti að fá einhverjar 5 sprautur af B12(held frekar 12 en 6) á meðgöngunni og með grindargliðnun. Það ganga á skin og skúrir krúttið mitt. Þetta er samt bara ævintýri og maður tekur einn dag í einu! Elska þig dúllan mín

Hvenig gengur með tatty teddy? í veikindaleyfinu, ekki mikil líkamleg erfiði....en kannski svolítið andlegt... ;o)

láttu þér batna
og sjáumst vonandi í kvöld.

kveðja úr vinnunni

Fanný og Sigga J.

Skrifa ummæli